Erlent

Kveikt í tveimur skólum í Danmörku í nótt

Kveikt var í tveimur skólum í Danmörku í nótt og er annar þeirra brunninn nær til grunna.

Um var að ræða Strandmarkskolen í Ishöj og Parkskolen í Ringsted. Strandmarkskolen er nær brunnin til grunna en slökkviliðsmenn voru enn að störfum við hann í morgun eftir fjögurra tíma baráttu við eldsvoðann.

Þetta er í annað sinn síðan um helgina síðustu að kveikt er í Parkskolen en þar tókst að slökkva eldinn áður en hann breiddist út.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×