Erlent

Upplýsingum stolið um risastórt olíusvæði við Brasilíu

Trúnaðarupplýsingum hefur verið stolið frá brasilíska olíurisanum Petrobras en þær fjalla um risavaxið olíusvæði sem nýlega fannst undan ströndum landsins.

Luiz da Silva forseti Brasilíu segir að upplýsingarnar hafi verið þjóðarleyndarmál en brasilíska lögreglan rannsakar málið sem iðnaðarnjósnir.

Upplýsingarnar voru í fjórum fartölvum og á tveimur tölvudiskum sem hurfu á dularfullan hátt er verið var að flytja gögnin frá olíuborpalli og á skrifstofur Petrobras.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×