Erlent

Eldflaugaskotið að njósnagervihnettinum heppnaðist

Eldflaugaskotið að stjórnlausum njósnagervihnetti heppnaðist í nótt að sögn bandaríska flotans. Eldflauginni var skotið frá herskipi sem staðsett var vestur af Hawai-eyjum.

Er eldflaugin hitti skotmark sitt í um 210 kílómetra hæð yfur jörðu var samanlagður hraði flugarinnar og hnattarins um 35 þúsund kílómetrar á klukkustund. Þótt eldflaugin hafi hitt gervihnöttin eins og til var ætlast er ekki ljóst hvort tekist hafi að eyða eldsneytistanki gervihnattarins sem var markmiðið með skotinu. Að sögn bandaríska varnarmálaráðuneytisins verður slíkt ljóst eftir um sólarhring.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×