Fidel Castro lætur af embætti sem forseti Kúbu 19. febrúar 2008 08:08 Fidel Castro hyggst ekki gefa kost á sér aftur sem forseti Kúbu. Þetta kemur fram í bréfi hans sem birt er í opinberu blaði Kommúnistaflokksins, Granma, í dag. „Ég hef hvorki löngun né vil ég taka að mér embætti forseta ríkisráðsins og yfirhershöfðingja," segir í bréfi Castros og vísar hann meðal annars til veikinda sinna sem ástæðu þess að hann dregur sig í hlé. Fidel Castro fól bróður sínum, Raul, að halda um stjórnartaumana á Kúbu sumarið 2006 en þá veiktist hann heiftarlega og þurfti að gangast undir aðgerð. Hann hefur ekki sést opinberlega síðan ef undan eru skildar myndir í blöðum og sjónvarpi á Kúbu. Castro er 81 árs og hefur stjórnað Kúbu frá því að kommúnistar tóku þar völdin árið 1959 í vopnaðri uppreisn. Hann hefur því setið á forsetastól í nærri hálfa öld sem gerir hann að einum þaulsetnasta leiðtoga heims. Castro hafði í desember ýjað að því að hann myndi láta af embætti forseta landsins svo yngri leiðtogi kæmist að en hann var engu að síður í framboði til þings fyrr á þessu ári. Í bréfinu í Granma tók Castro skýrt fram að hann væri ekki að kveðja þjóð sína og hann myndi halda áfram hugmyndafræðilegri baráttu sinni. Þar vísar hann til skrifa sinna undir titlinum Hugsanir félaga Fidels. Búist er við því að kúbverska þingið komi saman á sunnudag og kjósi Raul Castro forseta landsins en hugsanlegt er talið að yngri maður, varaforsetinn Carlos Large sem er 56 ára, verði fyrir valinu. Tengdar fréttir Býst við breytingum á Kúbu eftir brotthvarf Castros Pétur Guðjónsson, einn af forsvarsmönnum húmanista á Íslandi, telur að breytingar verði á Kúbu í kjölfar brotthvarfs Fidels Castro úr forsetaembætti. Hann segir Kúbu hafa verið lögregluríki undir stjórn leiðtogans aldna. 19. febrúar 2008 13:21 Bush vonast eftir lýðræði á Kúbu George Bush Bandaríkjaforseti vonast til að eftirmaður Fidel Castro muni leiða landið til lýðræðis. Bush er nú á ferðalagi um Afríku þar sem hann heimsækir fimm Afríkulönd. Á blaðamannafundi í Rúanda sagði hann; „Ég tel að breytingar á stjórnarfari Fidel Castro ættu að taka við þegar hann fer frá völdum." 19. febrúar 2008 11:16 Castro bauð Vigdísi og Brundtland í sumarfrí á Kúbu Frú Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands, ber Fidel Castro vel söguna af stuttri viðkynningu sem hún hafði af honum á umhverfisráðstefnunni í Rio de Janeiro í Brasilíu árið 1992. Castro bauð henni og Gro Harlem Brundtland, þáverandi forsætisráðherra Noregs, í sumarfrí á Kúbu í framhaldi af samtali þeirra. 19. febrúar 2008 15:53 ESB tilbúið að endurskoða samskipti við Kúbu Evrópusambandið er tilbúið að koma aftur á eðlilegum samskiptum við Kúbu nú þegar Fidel Castro hefur ákveðið að láta af embætti forseta. 19. febrúar 2008 11:47 Mörg hundruð tilraunir til að myrða Castro Fyrrverandi yfirmaður kúbversku leyniþjónustunnar segir að leyniþjónustunni sé kunnugt um yfir 600 tilraunir og samsæri um að myrða Fidel Castro. 20. febrúar 2008 11:01 Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Fleiri fréttir Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Sjá meira
Fidel Castro hyggst ekki gefa kost á sér aftur sem forseti Kúbu. Þetta kemur fram í bréfi hans sem birt er í opinberu blaði Kommúnistaflokksins, Granma, í dag. „Ég hef hvorki löngun né vil ég taka að mér embætti forseta ríkisráðsins og yfirhershöfðingja," segir í bréfi Castros og vísar hann meðal annars til veikinda sinna sem ástæðu þess að hann dregur sig í hlé. Fidel Castro fól bróður sínum, Raul, að halda um stjórnartaumana á Kúbu sumarið 2006 en þá veiktist hann heiftarlega og þurfti að gangast undir aðgerð. Hann hefur ekki sést opinberlega síðan ef undan eru skildar myndir í blöðum og sjónvarpi á Kúbu. Castro er 81 árs og hefur stjórnað Kúbu frá því að kommúnistar tóku þar völdin árið 1959 í vopnaðri uppreisn. Hann hefur því setið á forsetastól í nærri hálfa öld sem gerir hann að einum þaulsetnasta leiðtoga heims. Castro hafði í desember ýjað að því að hann myndi láta af embætti forseta landsins svo yngri leiðtogi kæmist að en hann var engu að síður í framboði til þings fyrr á þessu ári. Í bréfinu í Granma tók Castro skýrt fram að hann væri ekki að kveðja þjóð sína og hann myndi halda áfram hugmyndafræðilegri baráttu sinni. Þar vísar hann til skrifa sinna undir titlinum Hugsanir félaga Fidels. Búist er við því að kúbverska þingið komi saman á sunnudag og kjósi Raul Castro forseta landsins en hugsanlegt er talið að yngri maður, varaforsetinn Carlos Large sem er 56 ára, verði fyrir valinu.
Tengdar fréttir Býst við breytingum á Kúbu eftir brotthvarf Castros Pétur Guðjónsson, einn af forsvarsmönnum húmanista á Íslandi, telur að breytingar verði á Kúbu í kjölfar brotthvarfs Fidels Castro úr forsetaembætti. Hann segir Kúbu hafa verið lögregluríki undir stjórn leiðtogans aldna. 19. febrúar 2008 13:21 Bush vonast eftir lýðræði á Kúbu George Bush Bandaríkjaforseti vonast til að eftirmaður Fidel Castro muni leiða landið til lýðræðis. Bush er nú á ferðalagi um Afríku þar sem hann heimsækir fimm Afríkulönd. Á blaðamannafundi í Rúanda sagði hann; „Ég tel að breytingar á stjórnarfari Fidel Castro ættu að taka við þegar hann fer frá völdum." 19. febrúar 2008 11:16 Castro bauð Vigdísi og Brundtland í sumarfrí á Kúbu Frú Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands, ber Fidel Castro vel söguna af stuttri viðkynningu sem hún hafði af honum á umhverfisráðstefnunni í Rio de Janeiro í Brasilíu árið 1992. Castro bauð henni og Gro Harlem Brundtland, þáverandi forsætisráðherra Noregs, í sumarfrí á Kúbu í framhaldi af samtali þeirra. 19. febrúar 2008 15:53 ESB tilbúið að endurskoða samskipti við Kúbu Evrópusambandið er tilbúið að koma aftur á eðlilegum samskiptum við Kúbu nú þegar Fidel Castro hefur ákveðið að láta af embætti forseta. 19. febrúar 2008 11:47 Mörg hundruð tilraunir til að myrða Castro Fyrrverandi yfirmaður kúbversku leyniþjónustunnar segir að leyniþjónustunni sé kunnugt um yfir 600 tilraunir og samsæri um að myrða Fidel Castro. 20. febrúar 2008 11:01 Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Fleiri fréttir Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Sjá meira
Býst við breytingum á Kúbu eftir brotthvarf Castros Pétur Guðjónsson, einn af forsvarsmönnum húmanista á Íslandi, telur að breytingar verði á Kúbu í kjölfar brotthvarfs Fidels Castro úr forsetaembætti. Hann segir Kúbu hafa verið lögregluríki undir stjórn leiðtogans aldna. 19. febrúar 2008 13:21
Bush vonast eftir lýðræði á Kúbu George Bush Bandaríkjaforseti vonast til að eftirmaður Fidel Castro muni leiða landið til lýðræðis. Bush er nú á ferðalagi um Afríku þar sem hann heimsækir fimm Afríkulönd. Á blaðamannafundi í Rúanda sagði hann; „Ég tel að breytingar á stjórnarfari Fidel Castro ættu að taka við þegar hann fer frá völdum." 19. febrúar 2008 11:16
Castro bauð Vigdísi og Brundtland í sumarfrí á Kúbu Frú Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands, ber Fidel Castro vel söguna af stuttri viðkynningu sem hún hafði af honum á umhverfisráðstefnunni í Rio de Janeiro í Brasilíu árið 1992. Castro bauð henni og Gro Harlem Brundtland, þáverandi forsætisráðherra Noregs, í sumarfrí á Kúbu í framhaldi af samtali þeirra. 19. febrúar 2008 15:53
ESB tilbúið að endurskoða samskipti við Kúbu Evrópusambandið er tilbúið að koma aftur á eðlilegum samskiptum við Kúbu nú þegar Fidel Castro hefur ákveðið að láta af embætti forseta. 19. febrúar 2008 11:47
Mörg hundruð tilraunir til að myrða Castro Fyrrverandi yfirmaður kúbversku leyniþjónustunnar segir að leyniþjónustunni sé kunnugt um yfir 600 tilraunir og samsæri um að myrða Fidel Castro. 20. febrúar 2008 11:01