Fidel Castro lætur af embætti sem forseti Kúbu 19. febrúar 2008 08:08 Fidel Castro hyggst ekki gefa kost á sér aftur sem forseti Kúbu. Þetta kemur fram í bréfi hans sem birt er í opinberu blaði Kommúnistaflokksins, Granma, í dag. „Ég hef hvorki löngun né vil ég taka að mér embætti forseta ríkisráðsins og yfirhershöfðingja," segir í bréfi Castros og vísar hann meðal annars til veikinda sinna sem ástæðu þess að hann dregur sig í hlé. Fidel Castro fól bróður sínum, Raul, að halda um stjórnartaumana á Kúbu sumarið 2006 en þá veiktist hann heiftarlega og þurfti að gangast undir aðgerð. Hann hefur ekki sést opinberlega síðan ef undan eru skildar myndir í blöðum og sjónvarpi á Kúbu. Castro er 81 árs og hefur stjórnað Kúbu frá því að kommúnistar tóku þar völdin árið 1959 í vopnaðri uppreisn. Hann hefur því setið á forsetastól í nærri hálfa öld sem gerir hann að einum þaulsetnasta leiðtoga heims. Castro hafði í desember ýjað að því að hann myndi láta af embætti forseta landsins svo yngri leiðtogi kæmist að en hann var engu að síður í framboði til þings fyrr á þessu ári. Í bréfinu í Granma tók Castro skýrt fram að hann væri ekki að kveðja þjóð sína og hann myndi halda áfram hugmyndafræðilegri baráttu sinni. Þar vísar hann til skrifa sinna undir titlinum Hugsanir félaga Fidels. Búist er við því að kúbverska þingið komi saman á sunnudag og kjósi Raul Castro forseta landsins en hugsanlegt er talið að yngri maður, varaforsetinn Carlos Large sem er 56 ára, verði fyrir valinu. Tengdar fréttir Býst við breytingum á Kúbu eftir brotthvarf Castros Pétur Guðjónsson, einn af forsvarsmönnum húmanista á Íslandi, telur að breytingar verði á Kúbu í kjölfar brotthvarfs Fidels Castro úr forsetaembætti. Hann segir Kúbu hafa verið lögregluríki undir stjórn leiðtogans aldna. 19. febrúar 2008 13:21 Bush vonast eftir lýðræði á Kúbu George Bush Bandaríkjaforseti vonast til að eftirmaður Fidel Castro muni leiða landið til lýðræðis. Bush er nú á ferðalagi um Afríku þar sem hann heimsækir fimm Afríkulönd. Á blaðamannafundi í Rúanda sagði hann; „Ég tel að breytingar á stjórnarfari Fidel Castro ættu að taka við þegar hann fer frá völdum." 19. febrúar 2008 11:16 Castro bauð Vigdísi og Brundtland í sumarfrí á Kúbu Frú Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands, ber Fidel Castro vel söguna af stuttri viðkynningu sem hún hafði af honum á umhverfisráðstefnunni í Rio de Janeiro í Brasilíu árið 1992. Castro bauð henni og Gro Harlem Brundtland, þáverandi forsætisráðherra Noregs, í sumarfrí á Kúbu í framhaldi af samtali þeirra. 19. febrúar 2008 15:53 ESB tilbúið að endurskoða samskipti við Kúbu Evrópusambandið er tilbúið að koma aftur á eðlilegum samskiptum við Kúbu nú þegar Fidel Castro hefur ákveðið að láta af embætti forseta. 19. febrúar 2008 11:47 Mörg hundruð tilraunir til að myrða Castro Fyrrverandi yfirmaður kúbversku leyniþjónustunnar segir að leyniþjónustunni sé kunnugt um yfir 600 tilraunir og samsæri um að myrða Fidel Castro. 20. febrúar 2008 11:01 Mest lesið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Umferð beint um Þrengslin í dag Innlent Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Erlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Innlent Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Sjá meira
Fidel Castro hyggst ekki gefa kost á sér aftur sem forseti Kúbu. Þetta kemur fram í bréfi hans sem birt er í opinberu blaði Kommúnistaflokksins, Granma, í dag. „Ég hef hvorki löngun né vil ég taka að mér embætti forseta ríkisráðsins og yfirhershöfðingja," segir í bréfi Castros og vísar hann meðal annars til veikinda sinna sem ástæðu þess að hann dregur sig í hlé. Fidel Castro fól bróður sínum, Raul, að halda um stjórnartaumana á Kúbu sumarið 2006 en þá veiktist hann heiftarlega og þurfti að gangast undir aðgerð. Hann hefur ekki sést opinberlega síðan ef undan eru skildar myndir í blöðum og sjónvarpi á Kúbu. Castro er 81 árs og hefur stjórnað Kúbu frá því að kommúnistar tóku þar völdin árið 1959 í vopnaðri uppreisn. Hann hefur því setið á forsetastól í nærri hálfa öld sem gerir hann að einum þaulsetnasta leiðtoga heims. Castro hafði í desember ýjað að því að hann myndi láta af embætti forseta landsins svo yngri leiðtogi kæmist að en hann var engu að síður í framboði til þings fyrr á þessu ári. Í bréfinu í Granma tók Castro skýrt fram að hann væri ekki að kveðja þjóð sína og hann myndi halda áfram hugmyndafræðilegri baráttu sinni. Þar vísar hann til skrifa sinna undir titlinum Hugsanir félaga Fidels. Búist er við því að kúbverska þingið komi saman á sunnudag og kjósi Raul Castro forseta landsins en hugsanlegt er talið að yngri maður, varaforsetinn Carlos Large sem er 56 ára, verði fyrir valinu.
Tengdar fréttir Býst við breytingum á Kúbu eftir brotthvarf Castros Pétur Guðjónsson, einn af forsvarsmönnum húmanista á Íslandi, telur að breytingar verði á Kúbu í kjölfar brotthvarfs Fidels Castro úr forsetaembætti. Hann segir Kúbu hafa verið lögregluríki undir stjórn leiðtogans aldna. 19. febrúar 2008 13:21 Bush vonast eftir lýðræði á Kúbu George Bush Bandaríkjaforseti vonast til að eftirmaður Fidel Castro muni leiða landið til lýðræðis. Bush er nú á ferðalagi um Afríku þar sem hann heimsækir fimm Afríkulönd. Á blaðamannafundi í Rúanda sagði hann; „Ég tel að breytingar á stjórnarfari Fidel Castro ættu að taka við þegar hann fer frá völdum." 19. febrúar 2008 11:16 Castro bauð Vigdísi og Brundtland í sumarfrí á Kúbu Frú Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands, ber Fidel Castro vel söguna af stuttri viðkynningu sem hún hafði af honum á umhverfisráðstefnunni í Rio de Janeiro í Brasilíu árið 1992. Castro bauð henni og Gro Harlem Brundtland, þáverandi forsætisráðherra Noregs, í sumarfrí á Kúbu í framhaldi af samtali þeirra. 19. febrúar 2008 15:53 ESB tilbúið að endurskoða samskipti við Kúbu Evrópusambandið er tilbúið að koma aftur á eðlilegum samskiptum við Kúbu nú þegar Fidel Castro hefur ákveðið að láta af embætti forseta. 19. febrúar 2008 11:47 Mörg hundruð tilraunir til að myrða Castro Fyrrverandi yfirmaður kúbversku leyniþjónustunnar segir að leyniþjónustunni sé kunnugt um yfir 600 tilraunir og samsæri um að myrða Fidel Castro. 20. febrúar 2008 11:01 Mest lesið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Umferð beint um Þrengslin í dag Innlent Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Erlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Innlent Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Sjá meira
Býst við breytingum á Kúbu eftir brotthvarf Castros Pétur Guðjónsson, einn af forsvarsmönnum húmanista á Íslandi, telur að breytingar verði á Kúbu í kjölfar brotthvarfs Fidels Castro úr forsetaembætti. Hann segir Kúbu hafa verið lögregluríki undir stjórn leiðtogans aldna. 19. febrúar 2008 13:21
Bush vonast eftir lýðræði á Kúbu George Bush Bandaríkjaforseti vonast til að eftirmaður Fidel Castro muni leiða landið til lýðræðis. Bush er nú á ferðalagi um Afríku þar sem hann heimsækir fimm Afríkulönd. Á blaðamannafundi í Rúanda sagði hann; „Ég tel að breytingar á stjórnarfari Fidel Castro ættu að taka við þegar hann fer frá völdum." 19. febrúar 2008 11:16
Castro bauð Vigdísi og Brundtland í sumarfrí á Kúbu Frú Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands, ber Fidel Castro vel söguna af stuttri viðkynningu sem hún hafði af honum á umhverfisráðstefnunni í Rio de Janeiro í Brasilíu árið 1992. Castro bauð henni og Gro Harlem Brundtland, þáverandi forsætisráðherra Noregs, í sumarfrí á Kúbu í framhaldi af samtali þeirra. 19. febrúar 2008 15:53
ESB tilbúið að endurskoða samskipti við Kúbu Evrópusambandið er tilbúið að koma aftur á eðlilegum samskiptum við Kúbu nú þegar Fidel Castro hefur ákveðið að láta af embætti forseta. 19. febrúar 2008 11:47
Mörg hundruð tilraunir til að myrða Castro Fyrrverandi yfirmaður kúbversku leyniþjónustunnar segir að leyniþjónustunni sé kunnugt um yfir 600 tilraunir og samsæri um að myrða Fidel Castro. 20. febrúar 2008 11:01