Erlent

Fyrstu tölur benda til ósigurs Musharaff í Pakistan

Fyrstu tölur í kosningunum í Pakistan benda til að stjórnarandstaðan hafi unnið og stjórnarflokkur undir forystu Musharaff forseta beðið ósigur.

Enginn flokkur hefur fengið hreinan meirihluta og stefnir því í samsteypustjórn í landinu að kosningunum loknum. Þegar búið var að telja um þriðjung atkvæða og fyrir lá að stjórnarandstöðuflokkarnir tveir hefðu náð góðum árangri brutust mikil fagnaðarlæti út í mörgum borgum landsins meðal stuðningmanna Nawaz Sharif fyrrum forseta landsins og stuðningsmanna Benazir heitinnar Butto.

Talningu lýkur ekki fyrr en seint í kvöld eða snemma í fyrramálið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×