Erlent

Yfir þúsund lögreglumenn réðust inn í úthverfi Parísar

Yfir þúsund franskir lögreglumenn réðust inn í eitt af úthverfum Parísar í morgun og leituðu að persónum sem stóðu fyrir uppþotunum í borginni í nóvember í fyrra. Alls hafa um 30 manns verið handteknir en ekki er vitað hvort meðal þeirra séu þeir sem lögreglan leitar að.

 

Lögreglan réðist inn í úthverfið Villiers le Bel þar sem hundrað mótmælendur lentu í átökum við lögregluna í nóvember í fyrra með þeim afleiðingum að 80 lögreglumenn særðust. Óeirðirnar hófust eftir að tvö ungmenni létust í árekstri við lögreglubíl.

 

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×