Erlent

Enn átök í Danmörku

Danska lögreglan.
Danska lögreglan.

Til harðar átaka kom milli lögreglu og ungmenna víða í Danmörku í nótt. Þetta er sjötta nóttin í röð sem ungmenni á aldrinum þrettán til átján ára - flest af erlendu bergi brotin - leggja eld að bílum, ruslagámum og húsum í úthverfum Kaupmannahafnar til að tjá óánægju sína með að skopmynd af Múhameð spámanni var birt í dönskum blöðum í vikunni.

Myndin var ein skopmynda sem ollu reiði meðal múslima víða um heim í byrjun árs 2006. Hún var endurbirt þegar upp komst um áform herskárra múslima um að myrða teiknarann. Sex ungmenni voru handtekin í Kaupmannahöfn í nótt en einnig kom til átaka í Árósum, Óðinsvéum og víðar. Engan sakaði í átökum næturinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×