Erlent

Fáir hafa áhuga á stjórnmálum í Manchester

Stjórnmálamennirnir í Manchester á Englandi virðast glíma við þann vanda að ná athygli fólks.

Þegar átti að fara að ákveða hvernig fjárhagsáætlun fyrir næsta ár ætti að líta út datt mönnum í hug að gera borgarbúum var gert kleift koma með uppástungur um hvað eigi að gera við peninga borgarinnar.

Þúsundum bæklinga var dreift til að vekja athygli á málinu og hugmyndin fékk ítarlega umfjöllun í staðarblöðunum. Þrátt fyrir þessa kynningarherferð voru heimtur nokkuð rýrar því á einum mánuði bárust sex bréf, tuttugu tölvupóstar og eitt símtal. Í Manchester búa um 440 þúsuund manns.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×