Erlent

Rannsókn Madeleine málsins næstum lokið

Gerry og Kate McCann á blaðamannafundi á síðasta ári.
Gerry og Kate McCann á blaðamannafundi á síðasta ári.
Lögreglurannsóknin á hvarfi Madeleine McCann í Portúgal 3. maí á síðasta ári er næstum lokið samkvæmt því sem portúgalski innanríkisráðherrann sagði fjölmiðlum í gær. Madeleine sem var þriggja ára þegar hún hvarf úr sumarleyfisíbúð í Praia da Luz hefur ekki sést síðan.

Hvarf hennar leiddi til umfangsmikillar lögreglurannsóknar en í gær sagði Alberto Costa að rannsókninni væri næstum lokið. Á fundi þingnefndar í Lissabon sagði hann að það væri of snemmt að segja hvort rannsóknin myndi leiða í ljós hvað kom fyrir Madeleine. Hann vitnaði í breskar rannsóknir sem sýna að 80 prósent svipaðra tilfella í Bretlandi væru ekki upplýst.

Clarence Mitchell talsmaður McCann fjölskyldunnar sagði að eina ásættanlega niðurstaðan fyrir foreldra Madeleine væri að barnið fyndist.

Kate og Gerry McCann stóðu fyrir alheimsherferð til að finna Madeleine og opnuðu Find Madeleine heimasíðuna í þeim tilgangi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×