Erlent

Hezbollah tilbúnir í stríð við Ísrael

Mynd af Sayyed Hassan Nasrallah tekin úr sjónvarpsávarpi.
Mynd af Sayyed Hassan Nasrallah tekin úr sjónvarpsávarpi. MYND/AFP

Hezbollah skæruliðar í Líbanon segjast tilbúnir í „opið stríð" við Ísraela ef það sé vilji þeirra. Sayyed Hassan Nasrallah leiðtogi samtakanna lét ummælin falla við útför háttsetts hershöfðingja í Sýrlandi í dag en hann féll í sprengjuárás.

„Síonistar, ef þið viljið þessa tegund af opnu stríð leyfið þá heiminum að heyra, látið það vera opið stríð," sagði Nasrallah syrgjendum við útför Imad Moughniyah sem lést í sprengjuárás í Damascus á þriðjudag.

Hezbolla-skæruliðar hafa sakað ísraela um að drepa Moughniyah, en ísraelska stjórnin neitar því alfarið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×