Farið hefur fé betra, segja Bandaríkjamenn um Mughniyeh 13. febrúar 2008 23:20 Imad Mughniyeh er Bandaríkjamönnum og Ísraelum ekki harmdauði. MYND/AP Talsmenn á vegum ríkisstjórna Bandaríkjanna og Ísraels fögnuðu því Imad Mughniyeh, einn af leiðtogum Hizbollah-samtakanna í Sýrlandi, skyldi vera ráðinn af dögum í bílsprengjuárás í Damaskus í morgun. Eins og fram kom í fréttum fyrr í dag saka Hizbollah Ísraela um að standa á bak við morðið en því vísuðu ísraelsk yfirvöld á bug. ,, Ísraelsk stjórnvöld hafna því að hryðjuverkahópar reyni að tengja þau við atvikið," sagði í tilkynningu frá skrifstofu Olmerts, forsætisráðherra Ísraels. Fyrrverandi yfirmaður ísraelsku leyniþjónustunnar Mossad, Danny Yatom, fagnaði hins vegar andláti Mughniyeh og sagði það mikinn áfanga í baráttunni við hryðjuverkasamtök. Í svipaðan streng tók talsmaður bandaríska utanríkisráðuneytisins, Sean McCormack sem sagði að Hizbollah-leiðtoginni fyrrverandi væri ,,kaldrifjaður morðingi, fjöldamorðingi og hryðjuverkamaður sem ber ábyrgð á því að fjöldi manna saklausra manna lést. Á einn eða annan hátt var náði armur laganna til hans." Annað hljóð var í strokknum hjá bæði sýrlenskum stjórnvöldum og Írönum. Sýrlensk stjórnvöld sögðu rannsókn á dauða Mughniyah standa yfir og fordæmdu morðið sem verk hugleysingja. Íranar fordæmdu einnig morðið og sögðu Mughniyah hafa fallið sem píslarvott. Morðið væri enn eitt dæmið um skipulögð hryðjuverk Ísraelsstjórnar. Mughniyeh hafði verið í felum árum saman. Hann er talinn hafa staðið á bak við fjöldamargar gíslatökur í Líbanon á níunda áratug síðustu aldar og bera ábyrgð á árásum gegn Ísrael, meðal annars ísraelskum skotmörkum í Argentínu sem kostuðu yfir hundrað manns lífið. Var hann talinn vera stjórnandi sérsveitarms hins herskáa hluta Hizbollah sem barðist við Ísraela í Líbanon sumarið 2006. Hann var á lista Bandaríkjanna og Ísraels yfir eftirlýsta menn og er talið að fráfall hans sé mikið áfall fyrir Hizbollah. Mest lesið Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Fleiri fréttir Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Sjá meira
Talsmenn á vegum ríkisstjórna Bandaríkjanna og Ísraels fögnuðu því Imad Mughniyeh, einn af leiðtogum Hizbollah-samtakanna í Sýrlandi, skyldi vera ráðinn af dögum í bílsprengjuárás í Damaskus í morgun. Eins og fram kom í fréttum fyrr í dag saka Hizbollah Ísraela um að standa á bak við morðið en því vísuðu ísraelsk yfirvöld á bug. ,, Ísraelsk stjórnvöld hafna því að hryðjuverkahópar reyni að tengja þau við atvikið," sagði í tilkynningu frá skrifstofu Olmerts, forsætisráðherra Ísraels. Fyrrverandi yfirmaður ísraelsku leyniþjónustunnar Mossad, Danny Yatom, fagnaði hins vegar andláti Mughniyeh og sagði það mikinn áfanga í baráttunni við hryðjuverkasamtök. Í svipaðan streng tók talsmaður bandaríska utanríkisráðuneytisins, Sean McCormack sem sagði að Hizbollah-leiðtoginni fyrrverandi væri ,,kaldrifjaður morðingi, fjöldamorðingi og hryðjuverkamaður sem ber ábyrgð á því að fjöldi manna saklausra manna lést. Á einn eða annan hátt var náði armur laganna til hans." Annað hljóð var í strokknum hjá bæði sýrlenskum stjórnvöldum og Írönum. Sýrlensk stjórnvöld sögðu rannsókn á dauða Mughniyah standa yfir og fordæmdu morðið sem verk hugleysingja. Íranar fordæmdu einnig morðið og sögðu Mughniyah hafa fallið sem píslarvott. Morðið væri enn eitt dæmið um skipulögð hryðjuverk Ísraelsstjórnar. Mughniyeh hafði verið í felum árum saman. Hann er talinn hafa staðið á bak við fjöldamargar gíslatökur í Líbanon á níunda áratug síðustu aldar og bera ábyrgð á árásum gegn Ísrael, meðal annars ísraelskum skotmörkum í Argentínu sem kostuðu yfir hundrað manns lífið. Var hann talinn vera stjórnandi sérsveitarms hins herskáa hluta Hizbollah sem barðist við Ísraela í Líbanon sumarið 2006. Hann var á lista Bandaríkjanna og Ísraels yfir eftirlýsta menn og er talið að fráfall hans sé mikið áfall fyrir Hizbollah.
Mest lesið Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Fleiri fréttir Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Sjá meira