Erlent

Dönsku blöðin birta mynd af Múhameð

Mynd Westergaard hefur ollið miklu fjaðrafoki.
Mynd Westergaard hefur ollið miklu fjaðrafoki. MYNF/Vefsíða JP

Þrjú stærstu dagblöð Danmerkur birta skopmynd af Múhameð spámanni í dag. Blöðin sem um ræðir, Jyllands Posten, Politiken og Berlingske Tidende birta myndina til þess að undirstrika að þau láti morðhótanir ekki hafa áhrif á tjáningarfrelsið.

Í gær upprætti danska lögreglan hóp manna sem hugðust myrða Knut Westergaaard, höfund myndarinnar sem birt var í Jyllands Posten á sínum tíma. Þetta er í fyrsta sinn sem Berlingsle birtir myndina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×