Erlent

Skrásetti seinlegt sjálfsmorð

Atvinnulaus þýskur karlmaður skrásetti sjálfsmorð sitt nákvæmlega með dagbókarfærslum en maðurinn virðist hafa svelt sjálfan sig til bana.

Hann fannst látinn á föstudag í litlu veiðiskýli í skóg fyrir utan Hanover. Það voru tveir veiðimenn sem fundu manninn. Þá var einn mánuður síðan síðasta dagbókarfærslan var skrifuð.

Samkvæmt dagbókinni var maðurinn nýskilinn og í litlum sem engum tengslum við dóttur sína. Þá var hann nýhættur að eiga rétt á atvinnuleysisbótum.

"Þetta er augljóslega sjálfsmorð," sagði talsmaður lögreglunnar í Hanover við fréttamenn í dag.

Dagbókin, sem skrásetti 24 daga hungursvelti mannsins, verður komið til dóttur hans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×