Erlent

Liðsmönnum Sea Shepherd sleppt af japönsku skipi

Tveimur liðsmanna samtakanna Sea Shepherd sem voru í haldi japanskra hvalveiðimanna í Suðurhöfum hefur verið sleppt.

Hvalveiðimennirnir tóku mennina í gíslingu á þriðjudaginn eftir að þeir klifruðu um borð í hvalveiðiskip til að afhenda bænaskjal. Japönsku hvalveiðimennirnir héldu því fram að mennirnir hefðu skvett sýru úr flösku og neituðu að sleppa þeim nema Sea Shepherd hætti að skipta sér af hvalveiðum.

Áströlsk stjórnvöld sendu skip til móts við hvalveiðiskipið og fengu mennirnir að fara frá borði nú í morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×