Erlent

Bush tilkynnir um aðgerðir gegn kreppu

MYND/AP

George Bush Bandaríkjaforseti muni í dag tilkynna um aðgerðir stjórnar sinnar til að koma í veg fyrir kreppu í efnahagslífi landsins.

Bush hefur á undanförnum dögum rætt um aðgerðirnar við fulltrúa beggja flokkanna á bandaríska þinginu sem og seðlabankastjóra landsins. Fastlega er gert ráð fyrir að skattalækkanir og skattaívilnanir verði hluti af pakkanum. Repúblikanar og demókratar eru sammála um að grípa verði til aðgerða strax en meiningarmunur er á hvað gera skuli og hvað ekki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×