Erlent

Bandaríkjamenn telja mestu hryðjuverkaógnina frá Evrópu

Ráðherra innri öryggismála í Bandaríkjunum segir að mesta hryðjuverkaógnin geti stafað frá Evrópu. Því sé nauðsynlegt að auka enn frekar öryggiseftirlit meðal farþega sem ferðast frá Evrópu til Bandaríkjanna

Ráðherrann Michael Chertoff segir í samtali við BBC að ráðmenn í Bandaríkjunum hafi nú vaxandi áhyggjur af því að Evrópa geti orðið stökkpallur fyrir hryðjuverkamenn sem ætli sér að ráðast á Bandaríkin. Hann nefnir máli sínu til sönnunnar að starfsemi hryðjuverkamanna sé að færast í aukanna í Evrópu. Megi þar nefna að nýlega hafi bæði bresku og þýsku lögreglunni tekist að koma í veg fyrir áformuð hryðjuverk í þeim löndum.

Chertoff lét þessi orð falla skömmu eftir fregnir þess efnis að breska leyniþjónustan sé nú að rannsaka upplýsingar um að íslömsk vefsíða í Bretlandi sé á vegum al-kaída hóps sem starfandi er í landinu.

Chertoff segir að ekki séu uppi neinar áætlanir í Washington um að breyta þeim reglum sem gera flestum Evrópubúum kleyft að kom til Bandaríkjanna sem ferðamenn án þess að þurfa til þess sérstaka vegabrésáritun. Hinsvegar sé vilji til að þess að yfirvöld kanni nánar fyrirfram þá sem ætla sér að ferðast til Bandaríkjanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×