Erlent

Sænsk sprengjusveit kölluð út vegna titrara

Sprengjusveit sænsku lögreglunnar var kölluð til að kjallara í blokk í Gautaborg í vikunni. Húsvörður blokkarinnar hafði fundið þar pakka sem gaf frá sér dularfull hljóð og taldi hann að um tímasprengju væri að ræða.

Eftir að hafa girt af svæðið og flutt íbúa blokkarinnar á brott var pakkinn opnaður af sprengjusveitinni. Í ljós kom að þarna var um eitt af hjálpartækjum ástarlífsins að ræða, svokallaðann titrara, sem óvart hafði farið í gang.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×