Erlent

Bandaríkjamenn í Líbanon beðnir um að vera á varðbergi

Bandaríska sendiráðið í Beirut hefur fyrirskipað starfsfólki sínu að hafa hægt um sig og beðið bandaríska ríkisborgara að forðast fjölfarna staði. Þetta eru viðbrögð sendiráðsins við sprengjuárás á bíl þess í gær sem varð þremur að bana.

Einn sendiráðsstarfsmaður særðist í árásinni.

Sprengjuárásin kom á sama tíma og George Bush hélt vikulöngu ferðalagi sínu um Mið-Austurlönd áfram.

"Sendiráðið minnir alla Bandaríkjamenn sem búa í Líbanon að vera vel á varbergi, sérstaklega þegar kemur að ferðalögum," segir í tilkynningu sem birt var í dag á heimasíðu sendiráðsins

"Bandaríkjamenn eru einnig beðnir um að forðast fjölfarna staði og tilkynna allt hvers kyns grunsamlegt athæfi til yfirvalda," segir einnig á heimasíðunni.

Mikil spenna er í Líbanon um þessar mundir á milli þeirra sem styðja ríkisstjórn landsins, sem nýtur velvild Bandaríkjamann, og þeirra sem fylgja stjórnarandstöðunni að máli, en hún nýtur stuðnings sýrlenskra yfirvalda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×