Erlent

Úrslitastund fyrir Romney í Michigan

Forkosningar repúblíkana fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum í nóvember verða haldnar í Michigan-fylki í dag.

Baráttan þar stendur á milli öldungadeildarþingmannsins John McCain, sem hafði sigur í New Hampshire í síðustu viku, og Mitt Romney, fyrrverandi ríkisstjóra í Massachusetts.

Mike Huckabee, sem sigraði í Iowa, er í þriðja sæti samkvæmt könnunum. Báðir hafa lagt mikla áherslu á efnahagsmál í ræðum sínum undanfarið en bílaiðnaðurinn í fylkinu hefur orðið verulega fyrir barðinu á slæmu efnahagsástandi í Bandaríkjunum undanfarna mánuði.

Faðir Romney var eitt sinn ríkisstjóri í Michigan og fréttaskýrendur segja að ef hann sigri ekki í dag geti hann svo gott sem pakkað saman í baráttu sinni fyrir útnefningu flokksins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×