Erlent

Hóta að draga úr aðstoð

Evrópusambandið íhugar nú alvarlega að draga verulega úr aðstoð sinni við Kenía náist ekki sættir á landinu eftir umdeildar kosningar sem fram fóru fyrr í mánuðinum.

"Það er erfitt að halda áfram styrkjum meðan ástandið er svona," sagði Louis Michel yfirmaður þróunarmála hjá Evrópusambandinu á blaðamannafundi í dag. Ástandið í Kenía hefur skaðað mjög ímynd landsins og hafa mörg hjálparsamtök dregið úr starfsemi sinni þar í kjölfarið.

Þá komu margra daga óeirðir illa niður á efnahgad landsins. Á næstu fimm árum er áætlað að veita um 228 milljón evrum til Kenía en sú upphæð verður nú endurskoðuð eftir atburði síðustu vikna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×