Erlent

Strumparnir fimmtugir í dag

Strumparnir fagna fimmtugsafmæli í dag. Í tilefni af afmælinu er búið að skipuleggja margvíslega viðburði í söfnum og bókaverslunum víða um heimaland þeirra, Belgíu.

Strumparnir komu fram í Belgíu á þessum degi í janúar 1958 í belgísku blaði. Þeir eru bláir, búa í skógi einhvers staðar í Evrópu og eru afar smágerðir. Þeir unnu hug og hjörtu umheimsins upp úr 1981, eftir að Hanna-Barbera kvikmyndaverið í Bandaríkjunum gerði vinsæla sjónvarpsþætti um þá sem Laddi talsetti á íslensku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×