Erlent

Kærður fyrir að reka reyklaust starfsfólk

MYND/Getty Images

Atvinnuveitandi í Þýskalandi hefur verið kærður fyrir að reka þrjá reyklausa starfsmenn og ráða reykingamenn í þeirra stað af því að þeir pössuðu betur í hópinn. Thomas Jensen yfirmaður fjarskiptafyrirtækis í Buesum í Norður-Þýskalandi segir að reykingamenn hafi alltaf verið bestu starfsmenn fyrirtækisins. Reyklausir starfsmenn skemmi fyrirtækjafriðinn.

"Reyklausu starfsmennirnir okkar trúðu því staðfastlega að þeir ættu rétt á reyklausum svæðum og þeir kvörtuðu stöðugt um reykingar," sagði hann í viðtali við Ananova fréttastofuna.

Hann sagði ennfremur að reyklausa starfsfólkið hafi skapað félagslega gjá á milli sín og reykingafólksins með því að forðast það í partýum og öðrum uppákomum á vegum fyrirtækisins. "Það byggir ekki upp neinn félagsanda og héðan í frá ræð ég einungis reykingafólk í vinnu."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×