Erlent

Noriega aftur dæmdur til framsals til Frakklands

Í þriðja sinn hefur dómari í Maimi á Flórída dæmt að Manual Noriega fyrrum forseti Panama skuli framseldur til Frakklands þar sem hann hefur verið ákærður fyrir peningaþvætti.

Lögmönnum Noriega hefur hingað til tekist að koma í veg fyrir framsal hans og segja að þeir muni halda áfram að berjast gegn framsalinu.

Noriega hefur setið í bandarísku fangelsi síðan árið 1992 er hann var dæmdur í 40 ára fangelsi þar fyir fíkniefnasmygl og skipulagða glæpastarfsemi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×