Íslendingar hjá France 24 í áfalli Sigríður Guðlaugsdóttir skrifar 9. janúar 2008 10:03 Nicolas Sarkozy forseti Frakklands. Ákvörðun Nicolas Sarkozy Frakklandsforseta um að franska fréttastöðin France 24 hætti útsendingum á ensku og arabísku kemur starfsmönnum algjörlega í opna skjöldu. Þetta segir Sara M. Kolka fréttaframleiðandi sem hefur unnið að uppbyggingu stöðvarinnar frá því henni var hleypt af stokkunum fyrir rétt rúmu ári síðan. Á blaðamannafundi í gær tilkynnti Sarkozy að hann væri ekki tilbúinn að verja skattfé borgaranna í sjónvarpsstöð sem ekki tali frönsku. Ný fréttastöð France Monde taki við af France 24 sem muni sjónvarpa fréttum á frönsku frá sjónarhóli Frakka um allan heim. France 24, TV5 og Radio France Internationale muni sameinast henni. „Starfsfólkið er í áfalli yfir ákvörðuninni. Við höfðum beðið hennar frá því í nóvember og fólk veit ekki hvort það á að hlæja eða gráta," segir Sara. Hún segir að síðustu mánuði hafi ráðgjafar á vegum forsetans unnið að því að afla gagna um gengi stöðvarinnar sem hefur verið einstaklega gott, sérstaklega í Afríku. Bernard Kouchner utanríkisráðherra og Christine Albanel menntamálaráðherra séu auk þess fylgjandi því að halda óbreyttu fyrirkomulagi. Um er að ræða þrjár stöðvar France 24 sem senda út á frönsku, ensku og arabísku. Stöðin var sett á fót til að keppa við ensku fréttastöðvarnar CNN og BBC World auk arabísku sjónvarpsstöðvarinnar Aljazeera sem hóf útsendingar á ensku fyrir skemmstu. Sara segir starfsfólkið sammála um að framtíðin sé að sjónvarpa á þessum tveim tungumálum. „Það er af sem áður var þegar franska var alþjóðatungumál," segir Sara. Tvær Íslenskar konur vinna hjá France 24 en þar starfa í allt um 350 manns. Sara og Rósa Björk Brynjólfsdóttir sem vinnur einnig sem fréttaframleiðandi og hóf störf á seinni hluta síðasta árs. Á næstu vikum kemur í ljós hvað verður með framtíð starfsfólksins sem allt er fastráðið. Mest lesið Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Innlent Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Innlent Fleiri fréttir Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Sjá meira
Ákvörðun Nicolas Sarkozy Frakklandsforseta um að franska fréttastöðin France 24 hætti útsendingum á ensku og arabísku kemur starfsmönnum algjörlega í opna skjöldu. Þetta segir Sara M. Kolka fréttaframleiðandi sem hefur unnið að uppbyggingu stöðvarinnar frá því henni var hleypt af stokkunum fyrir rétt rúmu ári síðan. Á blaðamannafundi í gær tilkynnti Sarkozy að hann væri ekki tilbúinn að verja skattfé borgaranna í sjónvarpsstöð sem ekki tali frönsku. Ný fréttastöð France Monde taki við af France 24 sem muni sjónvarpa fréttum á frönsku frá sjónarhóli Frakka um allan heim. France 24, TV5 og Radio France Internationale muni sameinast henni. „Starfsfólkið er í áfalli yfir ákvörðuninni. Við höfðum beðið hennar frá því í nóvember og fólk veit ekki hvort það á að hlæja eða gráta," segir Sara. Hún segir að síðustu mánuði hafi ráðgjafar á vegum forsetans unnið að því að afla gagna um gengi stöðvarinnar sem hefur verið einstaklega gott, sérstaklega í Afríku. Bernard Kouchner utanríkisráðherra og Christine Albanel menntamálaráðherra séu auk þess fylgjandi því að halda óbreyttu fyrirkomulagi. Um er að ræða þrjár stöðvar France 24 sem senda út á frönsku, ensku og arabísku. Stöðin var sett á fót til að keppa við ensku fréttastöðvarnar CNN og BBC World auk arabísku sjónvarpsstöðvarinnar Aljazeera sem hóf útsendingar á ensku fyrir skemmstu. Sara segir starfsfólkið sammála um að framtíðin sé að sjónvarpa á þessum tveim tungumálum. „Það er af sem áður var þegar franska var alþjóðatungumál," segir Sara. Tvær Íslenskar konur vinna hjá France 24 en þar starfa í allt um 350 manns. Sara og Rósa Björk Brynjólfsdóttir sem vinnur einnig sem fréttaframleiðandi og hóf störf á seinni hluta síðasta árs. Á næstu vikum kemur í ljós hvað verður með framtíð starfsfólksins sem allt er fastráðið.
Mest lesið Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Innlent Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Innlent Fleiri fréttir Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Sjá meira