Erlent

ESB vill ná samkomulagi við Serba fyrir lok mánaðar

Ráðamenn í Evrópusambandinu sögðust í dag vilja ná samkomulagi um aðildarviðræður við Serbíu fyrir lok þessa mánaðar.

Þeir tóku þó fram að til að það gæti orðið yrðu stjórnvöld í Serbíu að koma á fót fullri samvinnu við stríðsglæpadómstólinn fyrir fyrrverandi Júgóslavíu. Talið er að Radko Mladic, hershöfðingi Bosníu-Serba sé í felum í Serbíu, jafnvel með vitneskju og aðstoð afla innan serbneska hersins.

Ekki þykir líklegt að samningaviðræður um aðild Serbíu að Evrópusambandinu geti í raun hafist fyrr en Mladic er kominn undir lás og slá í Haag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×