Erlent

Heilsu Suharto hrakar

Suharto ásamt elstu dóttur sinni Tutut síðastliðið sumar.
Suharto ásamt elstu dóttur sinni Tutut síðastliðið sumar. MYND/AFP

Suharto fyrrum forseti Indónesíu liggur nú alvarlega veikur á sjúkrahúsi í Jakarta höfuðborg Indónesíu. Suharto var fluttur með hraði á spítalann í síðustu viku hjárta og nýrnavandamál sem valda blóðleysi og lágum blóðþrýstingi.

Suharto er 86 ára og komst til valda árið 1966. Hann stjórnaði Indónesíu með harðri hendi í 32 ár. Hann og fjölskylda hans neita fréttum af því að hann hafi stolið milljörðum dollara á meðan hann var við völd.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×