Erlent

Vilja fá Chavez úrskurðaðan geðveikan

Einn af stjórnarandstöðuflokkunum í Venesúela reynir nú að fá Hugo Chavez, forseta landsins, úrskurðaðan geðveikan og þar með óhæfan til að stjórna landinu.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem flokkurinn reynir þetta en árið 2002 hafnaði Hæstiréttur landsins því að taka afstöðu til þess hvort Chavez væri geðveikur. Talsmaður flokksins segir nú að þeir hafi undir höndum nýjar upplýsingar sem styðji kröfu þeirra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×