Erlent

Dönsk pör leigja meðgöngumæður með leynd

Með leynd fara dönsk barnlaus pör nú í auknum mæli erlendis og borga meðgöngumæðrum fyrir að ganga með barn sitt.

Að sögn danskra fjölmiðla hafa að minnsta kosti ellefu börn fæðst með þessum ólöglega hætti á undanförnu ári. Í danska ríkissjónvarpinu á morgun verður sýndur heimildarþáttur um málið sem ber nafnið Meðgöngumæður til sölu eða Rugemor til salg. Það brýtur gegn dönskum lög að kaupa meðgöngumæður. Slíkt er aðeins leyfilegt ef viðkomandi þekkjast fyrir og að engir peningar séu í spilinu.

Dönsku pörin sækja meðgöngumæðurnar einkum til landa í austurhluta Evrópu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×