Erlent

Breski herinn vegsamar stríð

Breskur hermaður í Afghanistan.
Breskur hermaður í Afghanistan. MYND/AFP

Breski herinn hefur verið sakaður um að vegsama stríð í auglýsingum sínum. Þannig beinist auglýsingar sem sýni stríðsrekstur á jákvæðan hátt að börnum allt niður í sjö ára aldur. Þetta eru niðurstöður skýrslu góðgerðarsamtakanna Joseph Rowntree sem birt var í dag.

Herinn sem á í erfiðleikum með að fá inn nýliða vegna neikvæðs fréttaflutnings frá Írak og Afghanistan kynnir líf hermannsins sem hetju í skólum frekar en að kynna raunverulegt líf liðsmanna hersins.

Í skýrslunni segir jafnframt að Bretland sé eina landið í Evrópu sem leyfi börnum niður í 16 ára aldur að ganga til liðs við herinn. Ungmenni séu sérstaklega varnarlaus gagnvart því að ganga í herinn án þess að gera sér grein fyrir þeim afleiðingum sem því getur fylgt.

Skýrslan „Informed Choice? Armed Forces and Recruitment Practice in the UK" leggur til að lágmarksaldur nýliða verði hækkaður í 17 ár.

Varnarmálaráðuneyti Breta segist ekki beina spjótum sínum að börnum undir 16 ára aldri, en kynningar í skólum séu til að mæta aukinni samkeppni á atvinnumarkaði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×