Erlent

Fjöldi látinna í Kenía 486

Fjöldi þeirra sem látið hafa lífið í óeirðum eftir úrslit forsetakosninganna 27. desember er 486. Þetta er töluvert meiri fjöldi en fyrri tölur höfðu áætlað samkvæmt niðurstöðu nefndar á vegum ríkisstjórnarinnar.

Niðurstöðurnar voru kynntar á KTN sjónvarpsstöðinni í dag en ríkisstjórnin setti á fót nefnd sem skoða átti mannúðarmál vegna krísunnar í Kenía eftir umdeilt endurkjör Mwai Kibaki forseta.

Kibaki forseti segist tilbúinn að mynda þjóðstjórn til að binda enda á ringulreiðina í landinu. Stjórnarandstaðan hafnar samstarfi og krefst þess að kosið verði á ný.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×