Erlent

Þúsundir innlyksa vegna flóða í Ástralíu

Þúsundir manna komast nú hvorki lönd né strönd í austurhluta Ástralíu eftir ein verstu flóð þar undanfarin tuttugu ár.

Hluti af ríkinu Nýja-Suður-Wales er algerlega einangraður frá umheiminum vegna flóðanna. Vegir eru í sundur og margar brýr hafa eyðilagst.

Flóðin eru vegna mikilla rigninga og storma á þessum svæðum undanfarnar vikur. Áströlsk stjórnvöld hafa notað þyrlur til að flytja vistir til þeirra sem lokast hafa af vegna flóðanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×