Erlent

Kókaín vinsælasta dópið hjá ungum Dönum

Á síðustu tíu árum er kókaín orðið það eiturlyf sem danska lögreglan finnur mest af hjá yngri kynslóðinni þar í landi. Þetta kemur fram í Nyhedsavisen í dag.

Fyrir áratug var það einkum heróín og amfetamín sem fannst hjá þessum neytendahóp. Árið 1993 var kókaín aðeins fjögur prósent af þeim fíkniefnum sem danska lögreglan lagði hald á. Áratug síðar hafði þetta hlutfall tífaldast og var orðið um 40%.

Ástæðan fyrir þessu er einkum sú að kókaín er helsta tískudópið i dag meðal ungra og efnaðra Dana.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×