Erlent

Bjóðið Bush velkominn með sprengjum

Adam Gadahn
Adam Gadahn

Hinn bandaríski Adam Gadahn, sem er herskár meðlimur í Al-Kaída hryðjuverkasamtökunum, hvetur múslima í miðausturlöndum til að taka á móti George Bush með sprengjum þegar hann kemur þangað í vikunni.

"Bjóðið hann velkominn, ekki með blómum heldur sprengjum," segir Gadahn á um 50 mínútna löngu myndbandi sem birt var á heimasíðum tengdum Al-Kaída í dag. Myndbandið er mest allt á ensku og er ætlað bandarískum almenningi.

Gadahn þessi er fæddur í Kaliforníu en snérist til Islam á unglingsaldri. Hann er fyrsti Bandaríkjamaðurinn síðan í Seinni heimstyrjöldinni sem hefur verið ákærður fyrir landráð. Talið er að hann hafi dvalið í Pakistan undanfarin ár.  

Gadahn hefur sent frá sér fáein myndbönd undanfarin ár þar sem varað Vesturveldin við afleiðingum þess að skipta sér um of af málefnum Mið-Austurlanda.

Nái Bandaríkjastjórn að hafa hendur í hári hans bíður hans dauðarefsing en þegar hafa verið boðnar tæpar sjötíu milljónir króna þeim sem veita upplýsingar um hvar hann er niðurkominn.

 

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×