Erlent

"Hvar eru hryðjuverkamennirnir núna?"

Sprengja sprakk í morgun í Karrada hvefinu í Bhagdad. Þar var verið að halda upp á Íraska herdaginn sem er árviss viðburður. Fjórir íraskir hermenn létust við sprenginguna sem sprakk fyrir utan byggingu félagasamtaka sem stóð fyrri hátíðarhöldum í hverfinu og bauð nokkrum háttsetum hermönnum.

Lögregla segir að sprengingin hafi verið sjálfsmorðsárás. Árásarmaðurinn hafi borið á sér sprengjuvesti.

Sjónvarpsupptökur Reuters af hátíðarhöldunum, skömmu áður en sprengjan sprakk, sýnir hermenn dansandi á götum, veifandi rifflum og syngjandi: "Hvar eru hryðjuverkamennirnir núna?"

 



 

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×