Erlent

Reiði vegna rusls

Ástand sorphirðu í Napóli er afar slæmt.
Ástand sorphirðu í Napóli er afar slæmt.

Reiðir Napólíbúar hindruðu lestarferðir, köstuðu steinum að lögreglu og veltu bílum í morgun til þess að mótmæla áætlunum borgaryfirvalda um að opna aftur umdeilda sorphauga.

Sorphirða er og hefur löngum verið vandamál í Napóli vegna spillingar og annara óstjórnar. Þar af leiðandi hefur rusl oft safnast saman á götum úti og móttökustöðvar fyrir rusl verið fljótar að fyllast.

Til þess að mæta þessu ákváðu borgaryfirvöld að opna aftur ruslahauga í útjaðri Napóli sem var lokað árið 1996. Íbúar í grennd við haugana óttast að þetta gæti skaðað heilsu þeirra og reyndu því í dag að koma veg fyrir það með mótmælum sínum.

Tveir slösuðust í mótmælunum áður en lögregla skakkaði leikinn. Þau voru vel skipulögð og er búist við því að þeim verði framhaldið falli borgaryfirvöld ekki frá áætlunum sínum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×