Erlent

Bloggari í haldi vegna skrifa sinna

Yfirvöld í Saudí Arabí neita að láta bloggarann Fouad al-Farhan lausan en hann hefur verið í haldi vegna skrifa sinna í meira en mánuð. Talsmaður innanríkisráðuneytisins í landinu, Mansour al-Turki, hefur staðfest að al-Farhan sé í haldi vegna öryggisástæðna en neitar að gefa upp hverjar þær eru.

Samtök sem berjast fyrir fjölmiðlafrelsi segja að al-Farhan hafi verið handtekinn vegna skrifa sinna um pólitíska fanga í Saudí Arabíu á heimasíðu sinni alfarhan.org.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×