Erlent

Ýmislegt skrýtið meðal óskilamuna á hótelum

Travelodge hótelkeðjan í Bretlandi hefur sent frá sér yfirlit yfir óskilamuni gesta á síðasta ári og kennir þar ýmissa grasa.

Meðal muna sem gestir hafa gleymt á herbergjum sínum eru kornabarn, glerauga, ferðataska full af skartgripum, gullhálsmen sem metið er á hálfa aðra milljón króna og lukkugripur í líki buddha. Eigandi lukkugripsins kom aftur frá Dubai til að ná í gripinn því hann hafði lent í ýmsum hremmingum eftir að hann gleymdi honum.

Þá hefur fólk gleymt fjölda hjálpartækja ástarlífsins, en meðal furðulegri óskilamuna var tveggja metra há fjarstýrð leikfangaþyrla.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×