Erlent

Berlínarbúar brjóta reykingarbann

Reykingarbann var sett á í Berlín þann 1.janúar
Reykingarbann var sett á í Berlín þann 1.janúar

Reykingarbann tók gildi í Berlín þann 1.janúar. Bannið nær til skemmtistaða og svipar til þess sem hefur verið í gildi hér á landi síðan 1.júní.

Ólíkt okkur íslendingum, sem lítum þá hornauga sem fýra upp í tóbakinu innan dyra, eru Berlínarbúar ekki að stressa sig yfir banninu.

Listneminn Símon Birgisson sem bloggar hér á Vísi er staddur í Berlín um þessar mundir og segir hann víða skilti fyrir utan bari. Á þeim má sjá áletrunina "Hér reykjum við og drekkum".

„ Í gær fór ég á reykmettaðan bar og spurði barstúlkuna hvort reykingabannið væri ekki í gildi? Hún brosti með sígarettuna í munnvikinu og yppti öxlum," skrifar Símon á bloggið sitt í dag.

Símon er staddur í Berlín þar sem hann tekur þátt í leiksýningunni Breaking News en sýningin verður frumsýnd á laugardaginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×