Erlent

Fer fram á endurtalningu kjörseðla í Kenía

Stuðningsmenn forsetaframbjóðandans Raila Odinga hlaupa undan vatnsbyssum óeirðalögreglu í fátækrahverfinu Kibera í Naíróbí.
Stuðningsmenn forsetaframbjóðandans Raila Odinga hlaupa undan vatnsbyssum óeirðalögreglu í fátækrahverfinu Kibera í Naíróbí. MYND/AFP

Ríkissaksóknari Kenía, Amos Wako, hefur farið fram á sjálfstæða rannsókn á niðurstöðum forsetakosninganna sem leiddu í ljós umdeildan sigur sitjandi forseta Mwai Kibaki. Wako sagði á þarlendri sjónvarpsstöð í dag að nákvæm talning á gildum kosningaseðlum ætti að eiga sér stað án tafar.

Yfirlýsing ríkissaksóknarans kom stuttu eftir að óeirðalögregla beitti táragasi og öflugum vatnsbyssum gegn mótmælendum í Naíróbí.

Meira en 300 hafa látist og að minnsta kosti 70 þúsund flúið heimili sín víða um landið frá því á sunnudag.

Óeirðirnar hófust eftir ásakanir um kosningasvindl í forsetakosningunum 27. desember síðastliðinn.

Evrópusambandið og Bandaríkin hafa samþykkt að þrýsta á Kibaki og leiðtoga stjórnarandstöðunnar að mynda samsteypustjórn.

 

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×