Erlent

Óeirðalögrelga beitir táragasi í Kenía

Lögregla í Kenía notaði táragas og öflugar vatnsbyssur til að halda aftur af mótmælendum á mótmælafundi gegn endurkjöri Mwai Kibaki forseta. Raila Odinga leiðtogi stjórnarandstöðunnar hvetur milljón manns til að safnast saman í Uhuru garðinum í Nairóbí. Hann sagði BBC að mótmælin mörkuðu tímamót í landinu.

Stjórnmálaflokkur Odinga sniðgekk neyðarfund með Kibaki. Meðlimir flokksins halda því fram að úrslitum kosninganna hafi verið hagrætt Kibaki í vil.

Desmond Tutu erkibiskup í Suður-Afríku er kominn til Kenía í þeim tilgangi að reyna að miðla málum í deilunni. Áætlað er að fyrrum friðarverðlaunahafinn eigi fund með Odinga, en embættismenn segja að Kibaki forseti hafi ekki í huga að hitta Tutu.

Forseti Uganda, Yoweri Museveni er fyrsti afríski leiðtoginni sem sendir Kibaki forseta hamingjuóskir með endurkjörið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×