Erlent

Fundu dýrmæta perlu í rétti dagsins

Hjón í Flórída í Bandaríkjunum duttu heldur betur í lukkupottinn er þau fóru út að borð á sjávarréttastað nýlega.

Hjónin pöntuðu sér rétt dagsins sem var gufusoðinn skelfiskur. Í miðri máltíðinni beit eiginkonan í eitthvað hart og í ljós kom að það var mjög sjaldgæf, hálfgegnsæ bleik perla.

Að sögn sérfræðinga er verðmæti perlunnar allt að einni milljón króna. Að sögn eigenda veitingahússins var skelfiskurinn keyptur frá nálægri fiskeldisstöð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×