Erlent

Norðmenn harma ákvörðun stjórnar Sri Lanka

Erik Solheim umhverfis- og þróunarmálaráðherra Noregs segist harma ákvörðun stjórnvalda á Sri Lanka að segja upp vopnahlésssamningi sínum við Tamíltígrana í landinu.

Jafnframt lýsir Solheim yfir miklum áhyggjum af þróun mála í landinu að undanförnu þar sem átök stríðandi fylkinga færast stöðugt í aukana. Solheim segir að uppsögn samningsins muni leiða til þess að Noregur dregur friðargæslusveit sína til baka enda er vera hennar í landinu hluti af samningnum. Þar með munu íslensku friðargæsluliðarnir einnig vera á leiðinni heim.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×