Erlent

Yfir 170 blaðmenn létust við störf í fyrra

Það er hættulegast fyri blaðamenn að starfa í Írak.
Það er hættulegast fyri blaðamenn að starfa í Írak. MYND/AP

171 blaðamaður lést við störf sín í fyrra samkvæmt tölum sem Alþjóða blaðamannasambandið birti í dag.

Langflestir þeirra, eða 65, létust í Írak, en sambandið segir að Pakistan og Sómalía séu einnig hættulegir staðir. Átta fjölmiðlamenn létust í Sómalíu í fyrra og sjö í Pakistan.

Forseti Alþjóðablaðamannasambandsins bendir á að þriðja árið í röð sé ofbeldi gagnvart blaðamönnum mjög mikið en til samanburðar létust 177 fjölmiðlamenn við störf árið 2006.

Þá sýna tölur Alþjóða blaðamannasambandsins að blaðamenn að störfum í heimalandi sínu séu í mestri hættu. Af þeim 171 blaðamanni sem lést í fyrra voru 134 myrtir en 37 létust í slysum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×