Erlent

Innfæddir starfsmenn vopnaeftirlits óttast um líf sitt

Innfæddir starfsmenn vopnahléseftirlitsins á Srí Lanka óttast um líf sitt nú þegar eftirlitssveit Norðmanna og Íslendinga verður kölluð heim á næstu tveimur vikum. Utanríkisráðherra segir Íslendinga bera siðferðilega skyldu til að aðstoða þá.

Stjórnvöld á Srí Lanka sögðu upp vopnahléssamningi sínum og skæruliða Tamíltígra í fyrradag. Hópur innfæddra Srí Lanka búa hefur starfað með eftirlitssveitinni frá fyrsta degi.

Þessir starfsmenn óttast um líf sitt við brotthvarf sveitarinnar. Þeir eru hræddir um að hvort heldur sem er stjórnarherinn eða skæurliðarnir beini byssum sínum að sér fyrir það að hafa starfað með eftirlitssveitinni.

Íslendingar og Norðmenn hafa einir séð um vopnahléseftirlitið frá því í fyrra. Danir, Finnar og Svíar voru reknir úr landi í fyrra eftir að Evrópusambandið skilgreindi Tamíltígrana sem hryðjuverkasamtök.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×