Erlent

Sea Sheperd liðum sleppt

Japönsk yfirvöld hafa fyrirskipað lausn tveggja baráttumanna gegn hvalveiðum sem komust um borð japanskt í hvalveiðiskip í Suðurhöfum í gær.

Ástralinn Benjamin Potts og Bretinn Giles Lane, sem báðir eru meðlimir í Sea Sheperd samtökunum, brutu sér leið um borð í hvalveiðiskipið Yusin Maru í gær til þess að segja áhöfninni að hún væri að "drepa hvali á ólöglegan hátt". Mennirnir hafa verið í haldi áhafnar hvalveiðiskipsins síðan

Sea Sheperd samtökin hafa lengi barist gegn hvalveiðum en meðlimir þeirra sökktu til að mynda hvalveiðiskipum í Reykjavíkurhöfn á níunda árátugnum.

Utanríkisráðherra Ástralíu sagði nú fyrir skömmu að japönsk yfirvöld hefðu tekið vel í ósk sína um að Potts og Lane yrðu látnir lausir. Hann sagði að fyrirskipun þess efnis hefði verið gefin seinnipartinn í dag. Búist er við að Potts og Lane verði skilað til félaga sinna sem eru skammt frá um borð í skipinu Steve Irwin sem fylgt hefur japönskum hvalveiðiskipum eftir undanfarið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×