Sex sakborningar ákærðir í Fáskrúðsfjarðarmálinu 15. janúar 2008 13:07 Efnin voru flutt til Fáskrúðsfjarðar. Alvar Óskarsson, Arnar Gústafsson, Bjarni Hrafnkelsson, Einar Jökull Einarsson, Guðbjarni Traustason og Marínó Einar Árnason hafa allir verið ákærðir fyrir aðild að Fáskrúðsfjarðarmálinu. Ákæran hefur verið birt sakborningum. Þeir eru ákærðir fyrir að hafa staðið saman að innflutningi á samtals 23,5 kg af amfetamíni, 13,9 kg af e-töflu dufti og 1746 e- töflum til Íslands, ætluðu til söludreifingar í ágóðaskyni. Fíkniefnin voru flutt inn með skútu sem lagði að bryggju í Fáskrúðsfjarðarhöfn að morgni fimmtudagsins 20. september. Lögregla fann fíkniefnin við leit í skútunni og haldlagði þau sama dag. Einar Jökull er sakaður um að hafa skipulagt innflutning fíkniefnanna og skipt verkum með meðákærðu. Hann hafi fengið þá til að taka að sér að búa um efnin, sem og flutning, móttöku og vörslur þeirra. Hann er sagður hafa afhent þeim Alvari og Guðbjarna fíkniefnin í Hanstholm, Danmörku í byrjun september, í því skyni að þeir flyttu þau til Fáskrúðsfjarðar með skútunni sem hann hafði tekið á leigu í Noregi. Bjarni er sagður hafa búið um fíkniefnin, hinn 20. ágúst í íbúð í Kaupmannahöfn til að hægt væri að flytja þau til Íslands. Hann er sagður hafa keypt í byggingavöruverslun ytra, vörur sem notaðar hafi verið til verksins. Alvar og Guðbjarni eru sakaðir um að hafa tekið við fíkniefnunum í Hanstholm í byrjun september frá Einari Jökli, sett þau um borð í skútuna og siglt henni til Fáskrúðsfjarðar með viðkomu á Hjaltlandseyjum og Færeyjum. Þar hafi þeir ætlað að afhenda Marínó Einari fíkniefnin. Marínó er sakaður um að hafa tekið að sér að veita fíkniefnunum móttöku á Fáskrúðsfirði frá Alvari og Guðbjarna og afhent Arnari þau til vörslu. Þá hafi ákærði ætlað að afhenda Guðbjarna og Alvari vistir og olíu til þess að þeir gætu siglt skútunni frá Íslandi að lokinni afhendingu efnanna. Marínó var með efnin í bifreið sinni er hann var handtekinn á Fáskrúðsfirði. Arnar er sakaður um að hafa tekið að sér að taka á móti fíkniefnunum frá Marínó Einari til vörslu. Hann er sagður hafa ætlað sér að fela þau í sumarbústaðarlandi í Rangárvallarsýslu. Málið verður þingfest á föstudaginn. Pólstjörnumálið Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Innlent Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Erlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Fleiri fréttir „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Sjá meira
Alvar Óskarsson, Arnar Gústafsson, Bjarni Hrafnkelsson, Einar Jökull Einarsson, Guðbjarni Traustason og Marínó Einar Árnason hafa allir verið ákærðir fyrir aðild að Fáskrúðsfjarðarmálinu. Ákæran hefur verið birt sakborningum. Þeir eru ákærðir fyrir að hafa staðið saman að innflutningi á samtals 23,5 kg af amfetamíni, 13,9 kg af e-töflu dufti og 1746 e- töflum til Íslands, ætluðu til söludreifingar í ágóðaskyni. Fíkniefnin voru flutt inn með skútu sem lagði að bryggju í Fáskrúðsfjarðarhöfn að morgni fimmtudagsins 20. september. Lögregla fann fíkniefnin við leit í skútunni og haldlagði þau sama dag. Einar Jökull er sakaður um að hafa skipulagt innflutning fíkniefnanna og skipt verkum með meðákærðu. Hann hafi fengið þá til að taka að sér að búa um efnin, sem og flutning, móttöku og vörslur þeirra. Hann er sagður hafa afhent þeim Alvari og Guðbjarna fíkniefnin í Hanstholm, Danmörku í byrjun september, í því skyni að þeir flyttu þau til Fáskrúðsfjarðar með skútunni sem hann hafði tekið á leigu í Noregi. Bjarni er sagður hafa búið um fíkniefnin, hinn 20. ágúst í íbúð í Kaupmannahöfn til að hægt væri að flytja þau til Íslands. Hann er sagður hafa keypt í byggingavöruverslun ytra, vörur sem notaðar hafi verið til verksins. Alvar og Guðbjarni eru sakaðir um að hafa tekið við fíkniefnunum í Hanstholm í byrjun september frá Einari Jökli, sett þau um borð í skútuna og siglt henni til Fáskrúðsfjarðar með viðkomu á Hjaltlandseyjum og Færeyjum. Þar hafi þeir ætlað að afhenda Marínó Einari fíkniefnin. Marínó er sakaður um að hafa tekið að sér að veita fíkniefnunum móttöku á Fáskrúðsfirði frá Alvari og Guðbjarna og afhent Arnari þau til vörslu. Þá hafi ákærði ætlað að afhenda Guðbjarna og Alvari vistir og olíu til þess að þeir gætu siglt skútunni frá Íslandi að lokinni afhendingu efnanna. Marínó var með efnin í bifreið sinni er hann var handtekinn á Fáskrúðsfirði. Arnar er sakaður um að hafa tekið að sér að taka á móti fíkniefnunum frá Marínó Einari til vörslu. Hann er sagður hafa ætlað sér að fela þau í sumarbústaðarlandi í Rangárvallarsýslu. Málið verður þingfest á föstudaginn.
Pólstjörnumálið Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Innlent Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Erlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Fleiri fréttir „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent