Auglýsingastríð Clinton og Obama 1. mars 2008 20:06 Obama og Clinton í sjónvarpskappræðum á CNN sjónvarpsstöðinni. MYND/AFP Barack Obama og Hillary Clinton berjast nú um atkvæði í Texas og Ohio nokkrum dögum fyrir forkosningar í ríkjunum sem gætu skipt sköpum fyrir Clinton. Bæði framboð Obama og Bill Clinton hafa lýst því yfir að Hillary verði að ná góðum árangri í ríkjunum á þriðjudag ef hún á að halda áfram baráttu fyrir tilnefningu Demókrata. Á þriðjudag verður einnig kosið í Vermont og á Rhode Island. Kosningaskrifstofa Clinton hleypti af stokkunum nýrri auglýsingu í Texas í gær. Þar er Clinton lýst sem frambjóðandanum með mestu reynsluna í utanríkismálum. Í auglýsingunni hringir sími látlaust undir myndum af sofandi börnum. „Þitt atkvæði ákveður hver svarar símanum," segir í auglýsingunni. „Hvort sem það er einhver sem þekkir leiðtoga heimsins, þekkir herinn. Einhver með reynslu sem er tilbúinn að leiða í hættulegum heimi." Þulurinn spyr síðan; „Hver vilt þú að svari símanum?" Í framboðsræðu í Waco í Texas sagðist Hillary skilja hvað það þýddi þegar síminn hringdi klukkan þrjú að morgni. Þá væri ekki tími til að ráðfæra sig við ráðgjafa, gera könnun um hvað verði vinsælt eða ekki. Þá þurfi að taka ákvarðanir. Obama viðurkenndi að auglýsingin vekti upp góða og gilda spurningu, en sagði jafnframt að hún ýtti undir ótta fólks. Þannig ætlaði Hillary sér að ná inn „óttaatkvæðum." Herbúðir Obama svöruðu auglýsingunni með annarri auglýsingu þar sem kjósendur voru beðnir um að íhuga hvort hefði betri dómgreind klukkan þrjú að morgni. „Ætti forsetinn ekki að vera sá eini sem hefði dómgreind og kjark til að standa gegn stríðinu í Írak frá byrjun, sem skyldi að hin raunverulega ógn gegn Bandaríkjunum var al-Kaída í Afganistan, en ekki Írak," segir í auglýsingu Obama. Hér má nálgast auglýsingu Clinton og viðbrögð Obama á fréttavef CNN. Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Úr Kvennaskólanum í píparann Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent Fleiri fréttir Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Sjá meira
Barack Obama og Hillary Clinton berjast nú um atkvæði í Texas og Ohio nokkrum dögum fyrir forkosningar í ríkjunum sem gætu skipt sköpum fyrir Clinton. Bæði framboð Obama og Bill Clinton hafa lýst því yfir að Hillary verði að ná góðum árangri í ríkjunum á þriðjudag ef hún á að halda áfram baráttu fyrir tilnefningu Demókrata. Á þriðjudag verður einnig kosið í Vermont og á Rhode Island. Kosningaskrifstofa Clinton hleypti af stokkunum nýrri auglýsingu í Texas í gær. Þar er Clinton lýst sem frambjóðandanum með mestu reynsluna í utanríkismálum. Í auglýsingunni hringir sími látlaust undir myndum af sofandi börnum. „Þitt atkvæði ákveður hver svarar símanum," segir í auglýsingunni. „Hvort sem það er einhver sem þekkir leiðtoga heimsins, þekkir herinn. Einhver með reynslu sem er tilbúinn að leiða í hættulegum heimi." Þulurinn spyr síðan; „Hver vilt þú að svari símanum?" Í framboðsræðu í Waco í Texas sagðist Hillary skilja hvað það þýddi þegar síminn hringdi klukkan þrjú að morgni. Þá væri ekki tími til að ráðfæra sig við ráðgjafa, gera könnun um hvað verði vinsælt eða ekki. Þá þurfi að taka ákvarðanir. Obama viðurkenndi að auglýsingin vekti upp góða og gilda spurningu, en sagði jafnframt að hún ýtti undir ótta fólks. Þannig ætlaði Hillary sér að ná inn „óttaatkvæðum." Herbúðir Obama svöruðu auglýsingunni með annarri auglýsingu þar sem kjósendur voru beðnir um að íhuga hvort hefði betri dómgreind klukkan þrjú að morgni. „Ætti forsetinn ekki að vera sá eini sem hefði dómgreind og kjark til að standa gegn stríðinu í Írak frá byrjun, sem skyldi að hin raunverulega ógn gegn Bandaríkjunum var al-Kaída í Afganistan, en ekki Írak," segir í auglýsingu Obama. Hér má nálgast auglýsingu Clinton og viðbrögð Obama á fréttavef CNN.
Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Úr Kvennaskólanum í píparann Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent Fleiri fréttir Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Sjá meira