Erlent

Putin hvetur Rússa til að kjósa

Putin og Medvedev.
Putin og Medvedev. MYND/AP

Vladirmir Putin forseti Rússlands hvetur landa sína til að taka þátt í forsetakosningunum sem fram fara á morgun. Fastlega er búist við að félagi Putins, Dmitry Medvedev, sigri kosningarnar en Putin hefur lýst yfir stuðningi við hann.

Putin hefur sagt að hann væri tilbúinn að taka að sér embætti forsætisráðherra ef Medvedev vinnur. Putin hefur setið á forsetastól í átta ár en getur ekki boðið sig fram í þriðja sinn samkvæmt lögum.

„Hver atkvæðaseðill er mikilvægur ... kjósið fyrir framtíð okkar," sagði Putin í sjónvarpsávarpi í gær.

Kjörstjórn í Rússlandi hefur viðurkennt að fjölmiðlaumfjöllun fyrir kosningarnar hafi verið ójöfn. Vladimir Churov í kjörstjórninni sagði BBC að frambjóðendur hefðu ekki fengið jafnan aðgang að fjölmiðlun, en hann taldi þó að umfjöllun hefði verið sanngjörn. Gagnrýnendur segja sjónvarpsstöðvar hafa gefið Medvedev of mikinn tíma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×