Erlent

˜Líknarhvaladráp" í Sidney

Þeir sem svæfðu Colin reyndu sem þeir gátu til að gera síðustu andartök hans sem bærilegust.
Þeir sem svæfðu Colin reyndu sem þeir gátu til að gera síðustu andartök hans sem bærilegust. MYND/AP

Ástralir gráta nú hnúfubakskálfinn Colin, sem veittur var líknardauði á grynningum fyrir utan Sidney í gær. Hvalurinn hafði orðið viðskila við móður sína og villst upp á grynningar í grennd við borgina þar sem borgarbúar hafa fylgst með honum síðustu daga.

Þegar ljóst var að hann væri of veikburða til að lifa af var ákveðið að hífa hann upp á ströndina þar sem honum var gefið deyfilyf og hann síðan svæfður.

Fjölmargir hvalavinir mótmæltu aðgerðinni og fullyrtu að kálfinum hefði mátt bjarga.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×