Erlent

Kibaki boðar Odinga til fundar á föstudag

Formaður Afríkubandalagsins ræddi við forseta Kenía og leiðtoga stjórnarandstöðunnar í dag í því skyni að semja um pólitíska lausn á upplausnarástandinu þar.

Mikil ólga var í fátækrahverfum Naíróbí í gærkvöldi eftir að Kibaki forseti tilkynnti um myndun nýrrar stjórnar í landinu. Kibaki boðaði Odinga, leiðtoga stjórnarandstöðunnar, á sinn fund á föstudag en Odinga segir engan tilgang með viðræðum nema undir forsæti alþjóðlegra samningamanna.

Odinga segir að Kibaki hafi rænt sig sigri í forsetakosningum rétt fyrir áramót og að eina leiðin til að leysa deiluna sé að halda nýjar kosningar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×